Akstursþjónusta fatlaðs fólks: meirihlutinn hafnar frestun

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði, telur vinnubrögð meirihlutans á fundi ráðsins í dag ólýðræðisleg.

Á fundi fjölskylduráðs í dag hafnaði meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks tillögu Samfylkingarinnar um að fresta afgreiðslu útboðsskilmála vegna sérhæfðrar akstursþjónustu. Starfshópur sem skipaður var af fjölskylduráði þann 22. mars sl. átti að ljúka störfum fyrir 1. júní 2019. Útboðsgögnin komu hins vegar fyrst til umræðu á fundi ráðsins í dag. Fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði segir einkennilegt að ekki skuli vera hægt að fresta afgreiðslu á stóru máli um nokkra daga þegar starfshópur sem vann að málinu hafi farið tæpa fjóra mánuði fram úr tímamörkum þar sem málið reyndist umfangsmeira en í upphafi var talið. 

Í mars á þessu ári ákvað meirihluti bæjarstjórnar segja bæinn frá samstarfi  við önnur sveitarfélög á höfuðborgarsvæðinu um akstursþjónustu fyrir fatlað fólk. Samfylkingin lagðist gegn þessari ákvörðun og Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði, taldi að með þessu væri meirihlutinn að taka óþarfa áhættu með viðkvæman rekstur og að ávinningurinn af breytingunni væri óljós. „Ég lagðist gegn þessari tillögu á sínum tíma vegna þess að mér fannst undirbúningi ábótavant og ég var alls ekki sannfærður um að breytingin myndi verða til góðs fyrir notendur. Meirihlutinn sýndir aldrei fram á það í aðdraganda ákvörðunarinnar að hægt væri ná niður kostnaði og halda uppi sama þjónustustigi. Auk þess var aldrei framkvæmd þjónustukönnun sem við í Samfylkingunni lögðum mikla áherslu á að yrði gerð,” segir Árni Rúnar. 

Starfshópur skilar tillögum fjórum mánuðum á eftir áætlun 

Varðandi vinnu starfshóps um sérhæfða akstursþjónustu sem skipaður var í mars sl. bendir Árni Rúnar á að hann átti að vera búinn að skila tillögum til fjölskylduráðs fyrir 1. júní 2019. „Það er greinilegt að vinnan við gerð útboðsskilmálanna hefur reynst mun umfangsmeiri en meirihlutinn taldi í fyrstu. Við í ráðinu áttum að fá útboðsskilmálana og önnur gögn í hendur fyrir 1. júní en það hefur dregist í tæpa fjóra mánuði núna. En ég hef fullan skilning á því að svona flóknar og viðkvæmar breytingar geti tekið nokkra mánuði í vinnslu, “ segir Árni Rúnar um þá seinkun sem varð á vinnu starfshópsins. 

Meirihlutinn hafnaði nokkurra daga frestun 

Á fundi fjölskylduráðs í dag lagði fulltrúi Samfylkingarinnar fram tillögu um að afgreiðslu útboðsskilmálanna yrði frestað fram á næsta fund ráðsins svo fulltrúar í fjölskylduráði meiri tíma til þess að kynna sér gögnin í þessu umfangsmikla máli. Meirihlutinn í ráðinu greiddi atkvæði gegn því en fulltrúi Viðreisnar sat hjá við afgreiðslu frestunartillögunnar. Áheyrnarfulltrúar Miðflokks og Bæjarlista lögðu fram bókun þar sem þeir lýstu yfir stuðningi við afgreiðslu meirihlutans og lögðust gegn tillögu Samfylkingarinnar um frestun. 

Ólýðræðisleg vinnubrögð 

Árni rúnar Þorvaldsson fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði.

Árni Rúnar Þorvaldsson, fulltrúi Samfylkingarinnar í fjölskylduráði, harmar að meirihlutinn hafi ekki geta fallist á nokkurra daga frestun í ljósi þess að um er að ræða stórt og umfangsmikið verkefni og stórar breytingar. „Alveg eins og ég hef skilning á þeim töfum sem hafa orðið á vinnu starfshópsins þá finnst mér það með nokkrum ólíkindum að meirihluti Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks geti ekki orðið við beiðni um nokkurra daga frestun. Um væri að eins eða tveggja vikna frestun á máli sem reyndist svo miklu umfangsmeira en meirihlutinn taldi upphaflega að starfshópurinn fór tæpum fjórum mánuðum fram úr þeim tímamörkum sem honum voru sett. Að þá skuli ekki vera hægt að veita fulltrúum í ráðinu nokkra daga í viðbót svo þeir fái tilhlýðilegan tíma til undirbúnings á svona stórri og mikilvægri ákvörðun finnst mér í raun og veru mjög ólýðræðisleg vinnubrögð,” sagði Árni Rúnar að lokum í samtali við vefinn. Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: