Aðalskipulag: bæjarstjórn samþykkir að skipa ekki starfshóp

Hafnarborg, fundarsalur bæjarstjórnar, þar sem tillagan um að skipa ekki starfshóp um endurskoðun aðalskipulags var samþykkt.

Á bæjarstjórnarfundi þann 4. september sl. samþykkti bæjarstjórn Hafnarfjarðar að ekki yrði stofnaður starfshópur um endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar. Afgreiðslan er merkileg fyrir þær sakir að alla jafna eru ekki lagðar fram sérstakar tillögur um að stofna ekki starfshópa.

Forsaga málsins er sú að formaður Skipulags- og byggingarráðs lagði fram tillögu um að skipa í starfshóp um endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar á fyrrnefndum bæjarstjórnarfundi. 

Fulltrúar minnihlutaflokka í bæjarstjórn gerðu athugasemd við að ekki væri gert ráð fyrir fulltrúum frá öllum flokkum í starfshópinn og töldu eðlilegt að allir flokkar kæmu að málinu þar sem um víðtæka stefnumótun til langs tíma væri að ræða.

Töluverð orðaskipti urðu á milli fulltrúa sem enduðu með því að formaður Skipulags- og byggingarráðs dró tillögu sína til baka og lagði fram nýja tillögu um að skipa ekki starfshóp.

Tillagan var samþykkt en þrír fulltrúar sátu hjá við afgreiðsluna.

Sjá má fundargerð bæjarstjórnarfundar hér: 

https://www.hafnarfjordur.is/stjornsysla/fundargerdir/DisplayMeeting.aspx?id=1908010FFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: