Bæjarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins virða ekki reglur um hagsmunaskráningu

Ári eftir að reglur um hagsmunaskráningu tóku gildi hafa aðeins tveir af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins skráð upplýsingar um hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan bæjarstjórnar.

Aðeins tveir af fimm bæjarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins hafa skráð upplýsingar um hagsmuni sína og trúnaðarstörf utan bæjarstjórnar. Tæpt ár er liðið frá því að bæjarstjórn samþykkti reglur um hagsmunaskráningu og áttu upplýsingarnar að verða aðgengilegar almenningi frá 1. september á síðasta ári.

Samkvæmt reglunum eiga allir aðalmenn í bæjarstjórn og ráðum á vegum bæjarins að skrá upplýsingarnar sem síðan eru birtar almenningi á heimasíðu bæjarins. Ef aðeins er horft til aðalmanna í bæjarstjórn þá hafa þeir allir birt hagsmunaskráningu sína að þremur bæjarfulltrúum undanskildum. Samkvæmt því sem fram kemur á vef bæjarins hafa bæjarfulltrúarnir Rósa Guðbjartsdóttir, Unnur Lára Bryde og Helga Ingólfsdóttir ekki enn skilað inn upplýsingunum. Fyrrnefndir bæjarfulltrúar eru allir kjörnir í bæjarstjórn fyrir Sjálfstæðisflokkinn.

Fulltrúar Samfylkingarinnar eru þeir einu sem hafa allir skilað inn umbeðnum upplýsingum.

Ef horft er til allra aðalmanna eru fulltrúar Samfylkingarinnar þeir eru einu sem hafa allir skilað inn umbeðnum upplýsingum. Þar er um að ræða átta fulltrúa, þrjá bæjarfulltrúa og fimm fulltrúa í ráðum. Innan við helmingur fulltrúa annarra flokka hefur uppfyllt reglur um hagsmunaskráningu.

 Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: