Fjórar sýrlenskar fjölskyldur til Hafnarfjarðar

Börn í flóttamannabúðum í Líbanon. Eru þetta nýjustu Hafnfirðingarnir? Mynd: Dragan Tatic.

Börn í flóttamannabúðum í Líbanon. Eru þetta nýjustu Hafnfirðingarnir? Mynd: Dragan Tatic.

Von er á 20 sýrlenskum flóttamönnum til landsins innan tveggja mánaða. Stærstur hluti þeirra mun setjast að í Hafnarfirði. Fólkið er nú í Líbanon og bíður eftir að geta yfirgefið landið.

Um fimm fjölskyldur er að ræða og munu fjórar þeirra setjast að í Hafnarfirði og ein í Kópavogi. Allt er tilbúið fyrir komu fólksins, samkvæmt Rannveigu Einarsdóttur, sviðsstjóra fjölskylduþjónustu bæjarins. Íbúðir hafi verið teknar á leigu og verkefnastjóri ráðinn.

Í byrjun ársins komu 35 sýrlenskir flóttamenn til landsins og settust flestir úr þeim hópi að á Akureyri. Þegar annar hópurinn kemur munu Íslendingar því samtals hafa tekið á móti 55 flóttamönnum frá Sýrlandi.

Í kjölfar ákvörðunar ríkisstjórnar Íslands um móttöku flóttamannanna lýsti Hafnarfjörður strax yfir vilja sínum til að taka við hluta hópsins. Ekki hafa fleiri verið á flótta í heiminum frá lokum seinni heimsstyrjaldar, eða yfir 60 milljónir manna. Helmingur þeirra eru börn.Flokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar

%d bloggurum líkar þetta: