Skorið niður í sérkennslu

Samkvæmt tillögum meirihluta bæjarstjórnar verður framlag til sérkennslu í leikskólum skorið niður um helming á næsta ári.

Samkvæmt tillögum meirihluta bæjarstjórnar verður framlag til sérkennslu í leikskólum skorið niður um helming á næsta ári.

Í kynningu sem lögð var fram í nefndum bæjarins í síðustu viku og inniheldur yfirlit yfir hluta þeirra tillagna sem meirihlutinn hefur gert vegna fjárhagsáætlunar næsta árs kemur fram að lækka eigi svokalla kennsluúthlutun í leikskólum sem nemur 67% þess tíma sem úthlutað er til sérkennslu. Ekki kemur fram hversu mörg stöðugildi verða skorin niður en í kynningunni segir að það jafngildi helmingi þess sem áður hefur verið úthlutað til sérkennslu í leikskólum Hafnarfjarðarbæjar.

Engin frekari umfjöllun virðist vera um tillöguna, forsendur hennar eða mögulega áhrif á forsendur leikskólanna til að sinna hlutverki sínu og þjónustu við börn með sérstakar þarfir.

í kvöld er ætlunin að kynna þessa tillögu og aðrar tillögur meirihlutans á opnum fundi og gefst þá bæjarbúum þar tækifæri til að spyrja bæjarstjóra og aðra bæjarfulltrúa um forsendur þeirra og áætluð áhrif.

Fundurinn er haldinn í Bæjarbíói og hefst kl. 20:00.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: