Fulltrúar minnihlutans óskuðu eftir því að teknar yrðu saman tölur um samanlagðan launakostnað vegna embættisins fyrstu sex mánuði þessa árs til samanburðar við sama tímabil árið 2014.
Í svari við fyrirspurninni kemur fram að launakostnaður vegna embættisins fyrstu sex mánuði ársins 2015 sé ríflega 2,3 milljónum króna hærri en árið 2014. Á einu ári hefur árlegur launakostnaður vegna embættissins því aukist um tæpar 5 milljónir króna.
Launakostnaði vegna embættis bæjarstjóra er skipt í þrennt eftir því hvort um er að ræða laun, bifreiðastyrk eða annan launakostnað. Sé litið til einstakra þátta hefur bifreiðastyrkur bæjarstjóra hækkað mest eða um 86% frá fyrra ári, laun um 27% og annar launakostnaður um 22%.
Flokkar:Uncategorized