Fá að mála regnbogafána í miðbænum

Regnboganum er ætlað að vekja athygli á forystu Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hinsegin fólks, auk þess að minna á að baráttunni er hvergi nærri lokið.

Regnboganum er ætlað að vekja athygli á forystu Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hinsegin fólks, auk þess að minna á að baráttunni er hvergi nærri lokið.

Bæjarráð Hafnarfjarðar samþykkti í dag beiðni Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði um að fá að mála regnbogafána hinsegin hreyfingarinnar á vegg í miðbænum. Regnboginn verður málaður á vesturhlið Strandgötu 4.

Regnboganum er ætlað að vekja athygli á forystu Hafnarfjarðarbæjar í málefnum hinsegin fólks, auk þess að minna á að baráttunni er hvergi nærri lokið. Í erindi Bersans til bæjarráðs segir m.a.:

„Sem minnisvarða um brautryðjendastarf Hafnarfjarðar í málefnum hinsegin fólks vilja Ungir jafnaðarmenn fá að mála vegg hússins við Strandgötu 4 í litum baráttufána hinsegin fólks. Myndi fáninn virka sem skilaboð um að í Hafnarfirði sé hinsegin fólk velkomið og fjölbreytileikanum fagnað. Auk þess væri hann dagleg áminning um að halda áfram baráttunni fyrir fordómalausu samfélagi og jöfnum tækifærum allra.

Kveikjan að hugmyndinni var tillaga Bersans um innleiðingu hinsegin fræðslu í grunnskóla bæjarins, sem Eva Lín Vilhjálmsdóttir varabæjarfulltrúi Samfylkingarinnar lagði fram og var samþykkt í bæjarstjórn í apríl síðastliðnum. Tillagan bíður nú endanlegrar afgreiðslu fræðsluráðs en sveitarfélögin Kópavogur, Garðabær, Mosfellsbær, Hveragerði og Árborg hafa fylgt í fótspor Hafnarfjarðar á síðustu mánuðum.“

Óskar Steinn Ómarsson formaður Bersans - Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Óskar Steinn Ómarsson formaður Bersans – Ungra jafnaðarmanna í Hafnarfirði

Óskar Steinn Ómarsson, formaður Bersans, fagnar ákvörðun bæjarráðs og segist vonast til að geta hafist handa sem fyrst.

„Við erum mjög ánægð með viðbrögð bæjaryfirvalda. Það eru einhverjar framkvæmdir í gangi utan á húsinu núna en við ættum að geta farið í þetta á næstu dögum“, segir Óskar, og bætir við að öllum verði boðið að taka þátt í málningarvinnunni þegar þar að kemur.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: