Verslun Íshússins og fleiri með opið á löngum fimmtudegi

Íshúsið hefur opnað hönnunarverslun

Íshúsið hefur opnað hönnunarverslun

Íshús Hafnarfjarðar hefur opnað verslun þar sem hönnuðir selja vörur sínar. Verslun Íshúss Hafnarfjarðar verður opin í dag milli 17 – 21. Eftirfarandi hönnuðir munu þá kynna og selja vörur sínar: Bifurkolla.com, Þórdís Baldursdóttir keramik hönnuður, Sisters Redesign – Icelandic design, Hanna Greta ceramic-arts,Guðrún B – íslenskt handverk, 3D VERK, Bergdisg design, Embla Contemporary Ceramics og Margrét Ingólfsdóttir með handverk sitt.

Í tilkynningu frá Íshúsinu segir að í versluninni gefist fólki tækifæri til að kaupa vörur beint og milliliðalaust frá hönnuði. Vöruúrvalið er fjölbreytt og margt á boðstólnum sem hentað getur fyrir brúðargjafir og aðrar tækifærisgjafir.

Á Strandgötunni verða einnig margar verslanir opnar fram til 21 í kvöld.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: