Hvað kostar nýr Áslandsskóli?

Mynd: bjsnae.is

Mynd: bjsnae.is

Á fundi bæjarráðs í morgun lögðu fulltrúar Samfylkingarinnar og VG fram fyrirspurn um húsnæðismál grunnskóla í Áslandshverfi. Vilja þeir vita hvað Hafnarfjarðarbær mun á endanum hafa greitt mikið til eigenda húsnæðis Áslandsskóla og hversu mikið það myndi kosta bæinn að byggja sambærilegt húsnæði í dag.

Áslandsskóli var byggður í svokallaðri einkaframkvæmd. Skólahúsnæðið og skólalóðin eru því ekki í eigu bæjarins heldur fyrirtækis í einkaeigu. Hafnarfjarðarbær leigir húsnæði skólans af fyrirtækinu sem einnig sér um rekstur þess og ræstingu.

Samningurinn um Áslandsskólavar harkalega gagnrýndur á sínum tíma, meðal annars vegna þess að með gerð hans var einkaaðila færð fordæmalaus samningsstaða gagnvart bænum þegar samningstímanum lýkur.

Samningurinn var gerður árið 2000 og er til 25 ára. Það eru því 10 ára eftir að samningstímanum og að öllu óbreyttu hefur bærinn ekki annan kost en að endursemja við eigendur skólahúsnæðisins um áframhaldandi leigu þess og rekstur.

Fulltrúar Samfylkingar og VG hafa lagt fram tillögur í fræðsluráði um að bærinn skoði hvort raunhæft sé að byggja nýjan skóla fyrir Áslandshverfi eða kaupa skólahúsnæðið af FM húsum.

Spurningarnar sem bæjarfulltrúarnir lögðu fram eru hér meðfylgjandi. Gera má ráð fyrir að svör við þeim muni liggja fyrir á næsta fundi bæjarráðs sem áætlaður er 12. mars næstkomandi.

1. Hverjar eru áætlaðar heildarleigugreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. samkvæmt gildandi samningi aðila frá 16. mars 2000 á núverandi verðlagi?
2. Hverjar eru áætlaðar heildargreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. vegna reksturs sama húsnæðis samkvæmt sama samningi á núverandi verðlagi?
3. Hverjar eru áætlaðar heildargreiðslur Hafnarfjarðarbæjar til FM húsa ehf. á árinu 2015 vegna húsaleigu og reksturs húsnæðis samkvæmt gildandi samningi aðila frá 16. mars 2000 á núverandi verðlagi?
4. Hver er áætlaður byggingakostnaður Áslandsskóla á núverandi verðlagi?
5. Hvenær lýkur samningi Hafnarfjarðarbæjar og FM húsa um húsnæði Áslandsskóla og hver verður skráður eigandi húsnæðis skólans og skólalóðar að samningstíma loknum?
6. Hefur kostnaður við fyrrgreindan samning um rekstur húsnæðisins verið borinn saman við kostnað við rekstur sambærilegra skólamannvirkja sem Hafnarfjarðarbær á og rekur sjálft, og ef svo er, hvernig hefur sá samanburður komið út hvað snertir einstaka kostnaðarliði, t.d. ræstingar á hvern fermetra húsnæðis?
7. Hvaða kosti hafa bæjaryfirvöld í Hafnarfirði að samningstíma loknum hvað varðar húsnæði undir skólahald í Áslandi?
8. Hefur það verið kannað hvort núverandi samningar og fyrirkomulag skólamála í Áslandi standist 67. grein sveitarstjórnarlaga, sem m.a. kveður á um skyldu sveitarfélaga til að tryggja sér yfirráð yfir þeim fasteignum sem nauðsynlegar eru til að rækja lögboðin hlutverk, þ.m.t. rekstur grunnskóla?Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: