Foreldraráð segir fræðsluráð skorta framtíðarsýn

foreldraradÍ erindi frá foreldraráði leikskóla Hafnarfjarðar sem kynnt var á fundi fræðsluráðs í gær segir að ráðið telji ákvörðun um lokun leikskólans Bjarma sé til vitnis um skort á framtíðarsýn í málefnum leikskólastigins í sveitarfélaginu. Foreldrarráðið kallar eftir upplýsingum frá bæjaryfirvöldum um hvort og þá hvaða aðgerðir séu áætlaðar til frekari niðurskurðar á leikskólastiginu.

Foreldraráðið segir að í stað þess að ráðast í lokanir hefði átt að nýta tímabundna fækkun á núverandi leikskólaaldri til að lækka inntökualdur leikskólabarna. Telur ráðið að með ákvörðun sinni sé fræðsluráð í raun að taka ákvörðun um að hækka inntökualdur frá því sem hann var í raun sl. haust, þegar litið sé til þess að yngstu börn sem innrituð hafi verið þá hafi verið 18 mánaða gömul. Áætlanir fræðsluráðs geri aftur á móti ráð fyrir að miðað verði við 24 mánaða aldur.

Kallar ráðið eftir svörum fræðsluráðs um hver framtíðarsýn þess sé varðandi lækkun á inntökualdri og hvort bætlunin sé að mæta hækkun inntökualdurs með aðgerðum til fjölgunar dagforeldra næsta haust.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: