Fölsuð samþykkt bæjarstjórnar?

Nýtt eintak af reglum um húsaleigubætur hefur verið sett á heimasíðu bæjarins án þess að bæjarstjórn hafi samþykkt þær

Nýtt eintak af reglum um húsaleigubætur hefur verið sett á heimasíðu bæjarins án þess að bæjarstjórn hafi samþykkt þær

Samkvæmt frétt sem birtist í Morgunblaðinu í gær hefur viðmiðum sérstakra húsaleigubóta verið breytt hjá Hafnarfjarðarbæ. Í breytingunni felst umtalsverð skerðing bótanna hjá tilteknum hópi leigjenda í félagslega húsnæðiskerfinu. Samkvæmt því sem fram kemur í fréttinni er skerðingin sögð hafa tekið gildi um síðustu áramót.

Réttur til sérstakra húsaleigubóta og ákvörðun viðmiða byggir á Reglum um úthlutun á almennu leiguhúsnæði hjá Hafnarfjarðarbæ og sérstakar húsaleigubætur. Samkvæmt fundargerðum bæjarstjórnar hefur reglunum ekki verið breytt síðan í desember 2013. Tillaga að breyttum reglum hefur heldur ekki verið lögð fram, hvorki í fjölskylduráði né í bæjarstjórn.

Þeirri útgáfu reglnanna sem samþykktar voru í fjölskylduráði þann 19. desember 2013 og staðfestar voru af bæjarstjórn 22. janúar 2014 virðist hins vegar hafa verið skipt út á heimasíðu bæjarins fyrir annað eintak sem lítur eins út og það eldra nema viðmiðum í 16. grein hefur þar verið breytt. Neðst í skjalinu stendur að reglurnar hafi hlotið samþykki bæjarstjórnar 22. janúar 2014 og þær hafi tekið gildi 1. febrúar sama ár .

Í viðtali við DV fullyrðir Guðlaug Kristjánsdóttir formaður fjölskylduráðs að breytingarnar hafi verið samþykktar og það hafi verið gert með hefðbundnum hætti. Vísar hún þar til orðalags í greinargerð með fjárhagsáætlun bæjarstjórnar sem meirihlutinn samþykkti í desember sl. Þar kemur fram að til standi að gera breytingar á umræddum reglum.

Breytingin sem um ræðir eru viðmið um lágmarksleigu í 16. grein reglnanna. Í gildandi reglum er viðmiðið 47.456 krónur en í þeirri útgáfu sem sett hefur verið á heimasíðu bæjarins er viðmiðið 58.000 krónur.

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði s

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði s

Gunnar Axel Axelsson oddviti Samfylkingarinnar segir fullyrðingar formanns fjölskylduráðs ekki standast skoðun, enda sé innihald texta í greinargerð með fjárhagsáætlun ekki ígildi formlegra breytinga á reglum sem ákvarða réttindi fólks, sbr. rétt til greiðslu húsaleigubóta.

„Eins og reglurnar eru settar fram núna þá eru þær einfaldlega fölsun á samþykkt bæjarstjórnar. Engin fordæmi eru fyrir slíkum vinnubrögðum, breytingum á reglum í skjóli nætur og án formlegrar samþykktar bæjarstjórnar. Það er sem betur fer eitthvað sem ég held að tíðkist hvergi og því að sama skapi algjörlega fráleitt að taka um eitthvað hefðbundið í því samhengi.

Þetta hljóta að vera mistök og það ekkert annað í þeirri stöðu en að greiða þeim sem í hlut eiga samkvæmt þeim reglum sem eru raunverulega í gildi og biðja fólk afsökunar.“

segir Gunnar Axel sem furðar sig á ummælum formanns fjölskylduráðs. Hann ætlar að fylgja málinu eftir og krefjast skýringaFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: