VG fær ekki áheyrnarfulltrúa í nefndum

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir óskaði eftir því að VG fengi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum. Meirihlutinn er því andvígur

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir óskaði eftir því að VG fengi áheyrnarfulltrúa í fastanefndum. Meirihlutinn er því andvígur

Meirihluti Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks felldi tillögu Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs um að flokkurinn fengi áheyrnarfulltrúa í menningar- og ferðamálanefnd og íþrótta- og tómstundanefnd. Tillaga þessa efnis var til afgreiðslu í forsetanefnd þann 30. október sl.

Í umræddum nefndum sitja þrír fulltrúar sem kjörnir eru af bæjarstjórn. Sú breyting sem varð á samsetningu bæjarstjórnar með fjölgun flokka sem eiga þar fulltrúa veldur því að einn flokkur af fjórum á ekki aðalfulltrúa í nefndunum tveimur. Samkvæmt 50. grein sveitarstjórnarlaga geta bæjarstjórnir hins vegar við slíkar kringumstæður veitt flokkum sem ekki fá aðalfulltrúa kjörna í fastanefndir heimild til að tilnefna áheyrnarfulltrúa. Á grundvelli þessa lagaákvæðis óskaði Vinstri hreyfingin grænt framboð eftir því að að fá að tilnefna áheyrnarfulltrúa í nefndunum tveimur. Áheyrnarfulltrúar hafa ekki atkvæðisrétt en njóta málfrelsis og hafa tillögurétt á fundum.

Tillagan var fyrst borin upp á fyrsta fundi nýkjörinnar bæjarstjórnar í júní sl. Lagði Guðlaug Kristjánsdóttir forseti bæjarstjórnar og oddviti Bjartrar framtíðar þá til að tillögunni yrði vísað til forsetanefndar til umfjöllunar. Forsetanefnd hefur því haft tillöguna til umfjöllunar í rúma fjóra mánuði án þess að hún hlyti þar afgreiðslu.

Í viðtali við Vísi.is þann 3. júní sl, sagðist Guðlaug vilja auka samstarf allra flokka í bæjarstjórn.

Í júní sl. vildi Guðlaug vinna með öllum flokkum.

Í júní sl. vildi Guðlaug vinna með öllum flokkum.


„Við sjáum ekki tilganginn í því að hafa einhvern hluta þessarar ellefu manna bæjarstjórnar í frystikistunni ef svo má segja. Við viljum að allir rói í sömu átt.“

Sagði Guðlaug þá aðspurð um hvers vegna hún teldi svo mikilvægt að fulltrúar allra flokka störfuðu meira saman að málum.

Í forsetanefnd sitja fyrir hönd meirihlutans þau Guðlaug Kristjánsdóttir fyrir Bjarta framtíð og Kristinn Andersen fyrir Sjálfstæðisflokk. Afgreiðslu forsetanefndar fylgir enginn rökstuðningur en málinu var að ósk minnihlutans vísað til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: