Helgi Björns í Bæjarbíói

Tónleikarnir eru annað kvöld í bæjarbíói

Tónleikarnir eru annað kvöld í bæjarbíói

Þrjátíu ár eru síðan fyrsta hljómplatan kom út með hinum ástsæla söngvara Helga Björns. Fyrsta plata Helga var með hljómsveitinni Grafík, – Get ég tekið sjéns sem innihélt m.a. lögin Mér finnst rigningin góð, 16 og Þúsund sinnum segðu já. Síðan tók við óslitin sigurganga með Síðan Skein Sól, Reiðmönnum Vindanna og undir eigin nafni.

Til að fagna þessum tímamótum hélt Helgi af stað í haust þar sem 30 tónleikar víðsvegar um landið voru á dagskránni undir heitinu Kvöldstund með Helga Björns. Tónleikaferðin mun lenda í Bæjarbíó, Hafnarfirði næsta sunnudag 19. október. Eins og á ferð sinni um landið mun Helgi rifja upp ferilinn í tali og tónum, segja frá tilurð laganna, rifja upp einhverjar rokksögur og taka fram gamlar poppflíkur og nokkur góð dansspor. Í október kemur út safn með 60 lögum frá ferlinum á 3 geisladiskum með 3 nýjum lögum.

Það má búast við mikilli skemmtun og einstaktri stemmningu í Bæjarbíói á sunnudaginn.

Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is

Upplýsingar um tónleikana er einnig að finna á Facebook síðu Menningar- og listafélags Hafnarfjarðar sem rekur Bæjarbíó og stendur þar að tónleikahaldi og öðrum viðburðum.



Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: