Umboðsmaður bæjarbúa

imageBæjarráð fjallar nú um tillögu frulltrúa Samfylkingar og Vinstri grænna um að sett verði á laggirnar embætti umboðsmanns bæjarbúa, líkt og gert hefur verið í Reykjavík og talið er hafa skilað mjög miklum og jákvæðum árangri. Hlutverk umboðsmanns er að leiðbeina bæjarbúum og veita þeim ráðgjöf, m.a. í þeim tilvikum sem þeir eru ósáttir við málsmeðferð og ákvarðanatöku bæjarins í málum þeirra. Í slíkum tilvikum á umboðsmaður að leiðbeina um mögulegar kæruleiðir og leiðbeina um möguleika og heimildir til að mál séu tekin til endurskoðunar. Umboðsmannni er líka ætlað sð rannsaka einstök mál og skila áliti um lögmæti þeirra og gæti tekið mál til athugunar að eigin frumkvæði.

Í greinargerð með tillögunni segir jafnramt að mikilvægt sé að umboðsmaður Hafnfirðinga geti tekið á móti, rannsakað og komið á framfæri upplýsingum frá starfsfólki, viðsemjendum bæjarins og öðrum um réttarbrot, vanrækslu eða mistök eða óeðlileg afskipti kjörinna fulltrúa af málum í stjórnsýslu og/eða þjónustu Hafnarfjarðarbæjar.

Guðrún Ágùsta Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi Vinstri grænna segir reynsluna sem Reykjavíkurborg hefur öðlast á aðeins einu ári sýna að embætti umboðsmanns íbúa sé mikilvægt. „Með tilkomu umboðsmanns Hafnfirðinga yrði bætt aðgengi að stjórnvöldum og auðveldara fyrir íbúa að koma á framfæri athugasemdum og kvörtunum vegna málsmeðferðar og ákvarðanatöku í málefnum þeirra auk þess sem umboðsmaður hefði heimild til að rannsaka mál að eigin frumkvæði.“ segir Guðrún Ágústa

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir

Bæjarráð samþykkti að fresta afgreiðslu tillögunnar til næsta fundar ráðsins þann 16. október nk.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: