Emil, Fúsi og Fíflið á netið

Harldur F. Gíslason og Katrín Sif Sigurgeirsdóttir í hlutverkum Emils og Ídu.

Harldur F. Gíslason og Katrín Sigurgeirsdóttir í hlutverkum Emils og Ídu.

Það muna eflaust margir eftir uppsetningum Leikfélags Hafnarfjarðar á barnaleikritunum Emil í kattholti og Fúsa froskagleypir sem sett voru upp á árunum 1985-1988. Þessi leikrit og mörg fleiri hafa nú verið birt á netinu og eru aðgengileg öllum, þökk sé Agli Ingibergssyni sem stóð fyrir því að leikritin voru tekin upp á sínum tíma og hefur haldið utan um varðveislu þeirra.

Emil í Kattholti var leikinn af Haraldi F. Gíslasyni Pollapönkara og formanni Félags leikskólakennara en Davíð Þór Jónsson guðfræðingur, Radíusbróðir og fyrrv. Gettu-betur-dómari lék Fúsa.

Fjöldi annarra leikrita er að finna á síðunni, meðal annars eitt af fyrstu leikritum Unglingadeildar leikfélagsins, Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt sem sett var á svið vorið 1990. Leikritið var samið í samstarfi unglinganna og Davíðs Þórs Jónssonar sem jafnframt var leikstjóri. Þú ert í blóma lífsins fíflið þitt sló eftirminnilega í gegn og var það ekki síst fyrir frammistöðu Stefán Karls Stefánssonar sem fór gjörsamlega á kostum í sýningunni og brá sér í mörg ólík hlutverk.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: