Alþjóðlegur markaður á Thorsplani

Það verður ýmislegt á boðstólnum á Thorsplani um helgina, m.a. grískar ólífur og spænskt Paella.

Það verður ýmislegt á boðstólnum á Thorsplani um helgina, m.a. grískar ólífur og spænskt Paella.

Það verður mikið um að vera í Hafnarfirði um helgina en þá mun meðal annars breskur útimarkaður heimsækja bæinn og bjóða uppá allskyns góðgæti á Thorsplani. Ætla verslunareigendur að taka þátt í að skapa skemmtilega markaðsstemningu í miðbænum í samstarfi við Menningar- og listafélag Hafnarfjarðar sem stendur m.a. fyrir bíósýningum fyrir börn og fullorða. Markaðurinn opnar kl 14:00 í dag og verður opinn frá 12-19 laugardag og sunnudag.

Það er breskt fyrirtæki Continental Market Ltd. sem stendur að markaðnum sem ætlunin er að setja upp í nokkrum sveitarfélögum hér á landi. Á heimasíðu fyrirtækisins kemur fram að það hafi staðið að baki sambærilegum mörkuðum í Bretlandi sl. 9 ár og sl. 4 ár í Skandinavíu. Í erindi fyrirtækisins til Hafnarfjarðarbæjar segir að á markaðnum verði meðal annars hægt að fá grískar ólífur, spænskt Paella og handverk frá Afríku.

Hér er hægt er að fræðast um og fylgjast með Traditional market LTD á Facebook

Dagskrá helgarinnar má svo finna hérFlokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: