Samfylkingin óvísindalega stærst

Samfylkingin er þakklát fyrir stuðninginn.

Samfylkingin er þakklát fyrir stuðninginn.

Enn heldur sigurgöngu Samfylkingarinnar áfram í könnunum fjölmiðla. Samfylkingin er nú orðið stærsta stjórnmálaafl Hafnarfjarðar á ný samkvæmt há-óvísindalegri netkönnun hafnfirska netmiðilsins, h220. Þar mælist Samfylkingin með heil 32,1% og hefur flokkurinn ekki mælst svo hár í skoðanakönnunum í langan tíma.

Sjálfstæðisflokkurinn rís örlítið miðað við síðustu könnun Fréttablaðsins, og fer úr 28 prósentum upp í 28,8% og mega þeir því vel við una. Píratar eru orðnir þriðji stærsti flokkur bæjarins og taka þar með sæti heildrænu endurskoðendanna í Bjartri framtíð. Píratar mælast með 17,5 prósent, sem er töluverð hækkun síðan flokkurinn mældist með tæp 13% í könnun Fréttablaðsins.

Bjartsýni Bjartrar framtíðar virðist ekki skila sér til lesenda h220.is, en flokkurinn mælist með 9,4%. Og þá kemur að stórtíðindunum, því Framsóknarflokkurinn er kominn yfir VG í könnuninni. Ágúst Bjarni og félagar mælast með 8,1% á meðan aðeins 3% lesenda h220 velja VG. 1,7% segist ekki ætla að mæta á kjörstað.

Samfylkingin er að sjálfsögðu þakklát fyrir veittan stuðning. Þó hann sé óvísindalegur.

Hér má lesa þessa tímamótakönnun.Flokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar

%d bloggurum líkar þetta: