Ríflega sex þúsund líkað við byltingu gegn umbúðum

Eva Lín og Margrét Gauja Magnúsdóttir standa fyrir fundinum í kvöld. Allir velkomnir.

Eva Lín og Margrét Gauja Magnúsdóttir standa fyrir fundinum í kvöld. Allir velkomnir.

Ríflega sex þúsund manns hafa „líkað“ við facebook-síðuna Bylting gegn umbúðum sem bæjarfulltrúinn og varaþingmaðurinn, Margrét Gauja Magnúsdóttir, byrjaði með eftir að henni ofbauð umbúðir utan um ostaslaufu.

Margrét Gauja stendur fyrir málefnafundi um umhverfismál í kvöld í Samfylkingarhúsinu á Strandgötunni. Með henni verður Eva Lín en fundurinn er hluti af fundarröð Samfylkingarinnar, Tölum saman, sem hefur staðið yfir í um viku.

„Umhverfismál eru ekki lítill sætur málaflokkur sem höfðar bara til fámenns hóps í fótlaga skóm,“ segir Margrét Gauja í samtali við Bæinn okkar. „Umhverfismál eru í dag þau mál sem standa fólki hvað nærst, þau byrja nefnilega fyrst og fremst heima hjá okkur og með okkur sjálfum,“ bæti hún við.

Margrét Gauja segir að það hafi verið magnað að fylgjast með því hvernig þessi málaflokkur hefur vaxið síðustu ár, og hvernig hann sé orðinn algerlega þverpólítískur, „þó sumir leggji meiri áherslu á hann en aðrir, því í dag vita allir að umhverfismál snúast um lífsgæði okkar,“ segir Margrét.

Hún segir skipulagsmál koma sterkt inn í þennan málaflokk. „Því við þurfum að skipuleggja umhverfi okkar með það að leiðarljósi að við eflum allt sem snýr að umhverfi okkar og efli sjálfbærni. Til dæmis, þú ákveður ekkert bara að leggja hjólastíg, það þarf að skipuleggja hann gaumgæfilega fyrst,“ segir Margrét.

„Þetta er ótrúlega spennandi málaflokkur þar sem hlutirnir eru að breytast hratt,“ segir hún svo að lokum.

Þess má geta að fundurinn hefst klukkan átta í kvöld. Fundurinn er opinn öllum og á að vera þverpólitískur. Fyrirkomulagið er í ætt við landsfundarfyrirkomulagið, og stefnan er að stjórnmálamenn haldi sig til hlés, og hlusti á meiningar bæjarbúa um málefni bæjarins. 



Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: