Englar alheimsins og hafnfirskir listamenn

Símon Birgisson, annar höfundur leikgerðarinnar, og Jóhannes Haukur Jóhannesson, í hlutverki sínu í leikritinu.

Símon Birgisson, annar höfundur leikgerðarinnar, og Jóhannes Haukur Jóhannesson, í hlutverki sínu í leikritinu.

Það verður að segjast eins og er að Englar Alheimsins er frábær sýning. Hér á Strandgötunni sátu áhorfendur stjarfir í sófanum og fylgdust með mögnuðu sjónarspilinu sem boðið var upp á í sjónvarpi allra landsmanna.

Það gladdi margan Hafnfirðinginn að sjá sterka hafnfirska slagsíðu í leikritinu. Þannig lék nýstirnið Snorri Engilbertsson námsmanninn Pétur, sem kastaði sér niður af þriðju hæð á sýrutrippi og rankaði við sér geðveikur.

Jóhannes Haukur Jóhannesson lék siðfágaða nasistann og Ágústa Eva Erlendsdóttir setti svo sterkan svip á verkið með nærveru sinni.

Þá er ótalinn annar höfundur leikgerðarinnar, Símon Birgisson, sem fékk að auki Grímuna fyrir frábæra aðlögun bókarinnar að leikhúsi.

Það var því ekki laust við að Hafnfirðingar fylltust örlitlu stolti, þegar þeir fylgdust með þessum gríðarlega hæfileikaríku listamönnum á stóra sviðinu í Þjóðleikhúsinu í gærkvöldi.Flokkar:Strandgatan

%d bloggurum líkar þetta: