Minnsta kosti 100 störf skapast hjá Icelandair

Hafnarfjörður er bær í blóma. Sérstaklega þegar kemur að atvinnumálum.

Hafnarfjörður er bær í blóma. Sérstaklega þegar kemur að atvinnumálum.

Atvinnuleysi í febrúar mælist 4,2% í Hafnarfirði, samanborið við 4,7% á höfuðborgarsvæðinu og framtíðin er björt að sögn oddvita Samfylkingarinnar, sem segir að minnsta kosti 100 störf skapist með flutningu Icelandair til bæjarins.

Atvinnuleysi er 4,5% á landinu öllu. Þetta er meðal þess sem fram kemur fram í skýrslu Vinnumálastofnunnar um atvinnuleysi á landinu, og var kynnt fyrir nefndarmönnum fjölskylduráðs í vikunni.

Þetta er annar mánuðurinn í röð sem að atvinnuleysi mælist minna í Hafnarfirði en á landinu öllu að sögn Gunnars Axel Axelssonar, oddvita Samfylkingarinnar í Hafnarfirði og formanns bæjarráðs

Það sem er kannski athyglisverðast í þessum tölum er að á meðan atvinnuleysi á höfuðborgarsvæðinu eykst lítillega þá dregst það saman í Hafnarfirði og er nú orðið nokkuð minna þar en á höfuðborgarsvæðinu í heild.

Ef bornar er saman atvinnuleysistölur í febrúar á síðasta ári og í ár kemur í ljós að mest hefur dregið úr atvinnuleysi meðal iðnaðarmanna eða um tæp 46% á milli ára.

„Þetta kemur mér ekki á óvart, enda margt mjög jákvætt að gerast í atvinnumálum í Hafnarfirði, ný og öflug fyrirtæki að flytja starfsemi sína til okkar, byggingariðnaðurinn að taka vel við sér og ný atvinnutækifæri að verða til,“ segir Gunnar Axel. Og framtíðin er björt að hans sögn, ekki síst í ljósi þess að Icelandair er að flytja stóran hluta starfsemi sinnar til bæjarins.

„Það er auðvitað alltaf gaman þegar vel gengur en sérstaklega finnst mér ánægjulegt hversu góðir hlutir eru að gerast á Vallarsvæðinu, okkar nýjasta íbúasvæði. Samningar við Icelandair um að fyrirtækið flytji hluta af sinni starfsemi á það svæði hefur gríðarlega þýðingu og mun styrkja þetta svæði mjög til framtíðar. Í fyrsta áfanga er gert ráð fyrir 100 nýjum störfum í tengslum við þjálfunarmiðstöðina en til lengri tíma litið geta þau orðið mun fleiri. “Flokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar, Stjórnmál, Viðskipti

%d bloggurum líkar þetta: