Icelandair verður á Flugvöllum

Það verður líf og fjör í kringum Flugvellina eftir að Icelandair kemur sér fyrir.

Það verður líf og fjör í kringum Flugvellina eftir að Icelandair kemur sér fyrir.

Skipulags- og byggingarráð Hafnarfjarðar samþykkti í gær að ný gata norðan Ásbrautar, innan Reykjanesbrautar, sem afmarkast af Tjarnarvöllum og Selhellu, skuli bera heitið Flugvellir.

Svo skemmtilega vill til að stærsta fyrirtækið sem verður við hina nýju götu, verður á vegum flugfélagsins, Icelandair.

Bæjastjórn Hafnarfjarðar samþykkti í október síðastliðnum að úthluta Icelandair lóð undir hluta af starfsemi sinni á Vallarsvæðinu. Lóðin er um fimmtán til sextán þúsund fermetrar að stærð.

Í umsókn fyrirtækisins kom fram að á umræddri lóð standi til að byggja upp kennslu- og þjálfurnarsetur, húsnæði fyrir flugherma og fleira.

Í umræðum í bæjarstjórn um málið í október kom fram að málið ætti sér nokkurn aðdraganda og Icelandair hefði lengi haft augastað á þessu svæði fyrir hluta af sinni starfsemi, enda væri staðsetning þess og aðstæður að mörgu leyti mjög ákjósanlegar.

Í umsókn fyrirtækisins kemur fram að á umræddri lóð standi til að byggja upp kennslu- og þjálfurnarsetur, húsnæði fyrir flugherma og fleira.

Það verður því góð viðbót fyrir Hafnfirðinga að hafa upprennandi flugmenn á Flugvöllum.Flokkar:Hafnfirðingar, Stjórnmál, Viðskipti

%d bloggurum líkar þetta: