Freysi fékk tvö ný hjólabretti – aðstaða opnar von bráðar

Freysi er sáttur við nýju brettin. Bærinn okkar óskar honum til hamingju með góðar gjafir.

Freysi er sáttur við nýju brettin. Bærinn okkar óskar honum til hamingju með góðar gjafir.

Freysi, sonur Berglindar Þórðardóttur, fékk tvö hjólabretti gefins, eftir að ekið var yfir hjólabrettið hans í síðustu viku. Berglind greindi frá málinu á sunnudaginn inn í facebook-hópnum Hafnarfjörður og Hafnfirðingar.

Þá lýsti hún því hvernig sonur hennar, Freysi, var á glænýju hjólabretti við Ásbúðartröðina, þegar kona um sextugt ók yfir það. Konan stoppaði svo og hundskammaði Freysa og ók svo í burtu.

Freysi hafði safnað sjálfur fyrir hjólabrettinu, og því var sárt að missa brettið með þessum hætti, og vera skammaður fyrir að auki.

Það voru ljúflingarnir í brettabúðunum Brim og Mohawks sem sáu aumur á drengnum og gáfu honum annarsvegar fullbúið hjólabretti og svo hjólabrettaplötu.

Eðlilega ríkir mikil gleði heima hjá Freysa yfir að hann hafi fengið nýtt bretti, en sjálf sagði móðir hans, Berglind, í viðtali við Vísi, daginn eftir að pistill hennar birtist, að það væri þó samkenndin sem hefði snert hana hvað mest.

Til stendur nú að opna hjólabrettaaðstöðu á vegum Brettafélags Hafnarfjarðar í gömlu slökkviliðsstöðinni. Samkvæmt upplýsingum frá Margréti Gauju Magnúsdóttur, bæjarfulltrúa Samfylkingarinnar, er vonast til þess að aðstaðan geti opnað í lok apríl.Flokkar:Hafnfirðingar

Efnisorð:

%d bloggurum líkar þetta: