Samfylkingin stærst í Reykjavík

Flestir vilja Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra.

Flestir vilja Dag B. Eggertsson sem næsta borgarstjóra.

Samfylkingin í Reykjavík er stærsti stjórnmálaflokkurinn í borginni samkvæmt nýrri skoðanakönnun sem Ríkisútvarpið birti í kvöldfréttum sínum í gær. Raunar er munurinn á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar ekki marktækur; Samfylkingin er með 23,6% fylgi á meðan sjálfstæðisflokkurinn er með 23,5 % fylgi.

Þannig bætir Samfylkingin við sig heilum sex prósentustigum frá síðustu könnun.

Þá vekur athygli áframhaldandi fall Bjartrar Framtíðar sem hefur fallið um fjórtán prósent síðan flokkurinn mældist með 36% fylgi í könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins í nóvember á síðasta ári.

Fylgi Bjartrar framtíðar er 22,7% í nýjustu könnun RÚV. Píratar bæta við sig manni, og eru með tvo menn samkvæmt könnunni, sem gera 13,2% fylgi.

Vinstri grænir ná einum manni inn. Framsóknarflokkurinn og Dögun ná engum samkvæmt könnuninni.

Eins og fram kom á dögunum þá vill helmingur borgarbúa einnig fá Dag B. Eggertsson, oddvita Samfylkingarinnar í Reykjavík, sem borgarstjóra. Hér má nálgast frétt Rúv: http://www.ruv.is/frett/fylgid-sveiflast-i-hofudborginniFlokkar:Þjóðmál, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: