Ostaslaufan gerði útslagið

Image„Það var plasthólkur utan um ostaslaufu sem gerði eiginlega útslagið,“ segir Margrét Gauja Magnúsdóttir, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, en hún stofnaði Facebook-síðuna „Bylting gegn umbúðum“ síðasta fimmtudag.

Heimasíðan hefur náð feykilegum vinsældum á örskömmum tíma. Þá hafa margir lagt sitt á vogarskálarnar. Þannig lofaði Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, að mæta naglalakkaður á fund bæjarstjórnar næði síðan yfir 2000 „lækum“ á einum sólarhring.

Skemmst er frá því að segja að heimasíðan hafi náð takmarki sínu, og þurfti Gunnar Axel að ræða stórbætta fjármálastöðu Hafnarfjarðar naglalakkaður í regnbogalitunum.

Eins hefur Gísli Marteinn Baldursson þáttastjórnandi og fyrrverandi borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, vakið athygli á síðunni. Meðal annars greindum við frá því hér í Bænum Okkar að Gísli Marteinn klæddi alltaf grænmeti úr umbúðunum og skyldi eftir í verslunum.

Margrét Gauja er yfirsig ánægð með að hafa tekist að vekja fólk til meðvitundar um mengunina sem fylgir óþarfa umbúðum utan um mat í verslunum. „Svo voru tæplega fimm þúsund búnir að læka síðuna á sex dögum,“ segir Margrét Gauja sem vill einnig fjölga grenndargámum í Hafnarfirði auk þess sem hún vill að glerið verði einnig flokkað betur. Fyrir þá sem vilja fylgjast með Byltingunni gegn umbúðum geta gert það hér: https://www.facebook.com/umbudabylting?ref=ts&fref=tsFlokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: