Freysi fær nýtt hjólabretti

Freysi með mömmu sinni, Berglindi.

Freysi með mömmu sinni, Berglindi.

„Tvær verslanir hafa sett sig í samband við mig og boðið honum nýtt hjólabretti,“ segir Berglind Þórðardóttir, móðir Freysa, sem lenti í óskemmtilegu atviki síðasta fimmtudag þegar kona ók yfir hjólabrettið hans og jós svo skömmum yfir hann á eftir.

Bærinn okkar greindi að sjálfsögðu frá málinu í gær, en Vísir.is segir frá því í dag að ekki aðeins hefðu verslanir boðið honum nýtt bretti, heldur hefðu aðrir brettastrákar boðist til þess að gefa honum plötur sem þeir áttu aukalega.

„Þeir sögðu allir, við brettastrákarnir stöndum saman,“ segir Berglind í viðtali við Vísi.

Hún segir góðmennskuna og samkenndina alveg ótrúlega. Í samtali við Bæinn okkar bætir hún við: „Og inn við beinið eru Hafnfirðingar alveg ótrúlega samheldin hópur.“Flokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar, Menning

%d bloggurum líkar þetta: