Ætlum ekki að halda ræður – heldur hlusta

image

Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði, lofar að líta eftir kaffinu á meðan bæjarbúa segja hug sinn.

„Þetta verða ekki fundir þar sem frambjóðendur halda ræður og aðrir eiga að hlusta, heldur er ætlunin að skapa vettvang þar sem fólk getur talað saman á jafnréttisgrundvelli,“ segir Gunnar Axel Axelsson, oddviti Samfylkingarinnar í Hafnarfirði.

Samfylkingin hyggsta standa fyrir opnum fundum næstu vikur, þar sem tilgangurinn er að tala við Hafnfirðinga, heyra þeirra álit og vinna út frá þeirra sýn. Fundarröðin heitir, Tölum saman, en fyrirkomulagi er í líkingu við þjóðfundarformið – þar sem almenningur settist niður og ræddi saman um það hvernig þeir vilja að samfélagið sitt verði í framtíðinni.

„Við erum alltaf að leita nýrra leiða til að auka þátttöku og breikka þann hóp sem kemur að því að móta stefnuna, og markmiðið er auðvitað að áherslurnar séu í takti við vilja bæjarbúa. Til þess þarf að eiga sér stað samtal. Og við borðið þurfa að vera sem flestir, svo ólík sjónarmið – og hugmyndir – komist að,“ segir Gunnar Axel, sem sjálfur hefur mikinn áhuga á efni fundarins í kvöld; lýðræði og aukna þátttöku íbúa. Hann verður viðstaddur fundinn og hefur nokkurskonar umsjón með honum. „Sem felst nú aðallega í því að gæta þess að það sé til nóg af kaffi,“ segir hann og hlær.

Gunnar Axel áréttar að það sé mikill misskilningur að fólk þurfi að hafa einhvern áhuga á stjórnmálum sem slíkum til að taka þátt í svona fundum. „Sumir hafa brennandi áhuga á umhverfismálum meðan aðrir eru forfallið áhugafólk um betri skóla eða aukið íbúalýðræði. Með því að tala saman á þessum fundum, viljum við bjóða uppá fjölbreytt samtal og við viljum að sem flestir taki þátt.“

Gunnar Axel segir að fæstir í samfélaginu sé skráðir í stjórnmálaflokka. „Og fólk þarf ekki að vera skráð í Samfylkinguna til þesss að taka þátt í þessu fundum, alls ekki,“ segir hann. „Við tökum vel á móti öllum og hvetjum alla til að taka þátt í samtalinu með okkur, því það er mikilvægt að hafa áhrif á mótun samfélagsins til framtíðar. Þetta er tækifæri til þess.“

Eins og fyrr segir hefst fundurinn klukkan átta í kvöld og fer fram í húsnæði Samfylkingarinnar á Strandgötu 43.

Hér má nálgast viðburðinn á Facebook.Flokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: