Kom naglalakkaður á fund bæjarstjórnar

Margrét Gauja naglalakkar flokksbróður sinn.

Margrét Gauja naglalakkar flokksbróður sinn.

Oddviti Samfylkingarinnar og formaður bæjarráðs,  Gunnar Axel Axelsson, mætti naglalakkaður á fund bæjarstjórnar Hafnarfjarðar á föstudaginn síðasta. Það gerði Gunnar Axel eftir að hann lofaði flokkssystur sinni, bæjarfulltrúanum Margréti Gauju Magnúsdóttur, að naglalakka sig ef Facebook-síða hennar, Bylting gegn umbúðum, fengi yfir tvö þúsund læk.

Skemmst er frá því að segja að síðan hefur fengið tvö þúsund læk – og gott betur.

Gunnar Axel varð því að standa við stóru orðin og mæta naglalakkaður á fundinn. Sjálfur segir Gunnar að loforðið sé tilkomið vegna þess að hann las frétt um drengi í 10. bekk í Vættaskóla, „en þeir ákváðu að mæta naglalakkaðir í skólann, í þeim eina tilgangi að sýna að það væri í lagi,“ segir Gunnar Axel.

„Mér fannst það bara svo flott hjá þeim og kjarkmikið af strákum á þessum aldri að fara þessa leið til að vekja athygli á því hvernig samfélagið beinir okkur sífellt inn í tiltekin form og hversu lítið þarf jafnvel til hleypa af stað fordómum  – að ég ákvað að ganga til liðs við litlu „byltinguna“ þeirra og hjálpa um leið Möggu Gauju vinkonu minni að ná takmarkinu sínu um að skapa 2000 manna byltingu gegn óþarfa umbúðum á innan við 2 sólarhringum.“

Sjálfur segir Gunnar Axel að hann viti ekki til þess að karlkyns bæjarfulltrúi hafi mætt naglalakkaður til bæjarstjórnarfundar. „En einhverntímann er allt fyrst og Hafnarfjörður hefur hingað til ekki verið þekktur fyrir að vera íhaldssamur bær.

Hér má finna hlekk á byltingarsíðuna: https://www.facebook.com/umbudabylting?ref=ts&fref=tsFlokkar:Þjóðmál, Hafnfirðingar, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: