Jólin kvödd með þrettándabrennu á Ásvöllum

Í dag er Þrettándin og að gömlum sið kveðjum við Hafnfirðingar jólin með brennu, dansi og söng. Þrettándagleðin fer fram á Ásvöllum og hefst hún klukkan 18.30. Meðal skemmtiatriða er álfabrenna, söngur, Grýla og Leppalúði. Dagskránni lýkur svo með glæsilegri flugeldasýningu kl. 19.30.

Kaffi, heitt kakó, blys og kyndlar verða til sölu á staðnum gegn vægu verði.

ImageFlokkar:Hafnfirðingar, Menning

%d bloggurum líkar þetta: