Ungmennaráð Hafnarfjarðar

baerinn.jpgUngmennaráð Hafnarfjarðar var fyrst valið 2005 og hefur verið starfrækt alla tíð síðan. Ráðið er vettvangur ungs fólks á aldrinum 13-18 ára. Mikil áhersla er lögð á þjálfun ungmenna í lýðræðislegum vinnubrögðum ásamt því að koma skoðunum ungs fólks til réttra aðila innan stjórnkerfis Hafnarfjarðar. Markmið Ungmennaráðs Hafnarfjarðar er að skapa vettvang og leiðir sem gera þeim sem eru yngri en 18 ára kleift að koma skoðunum sínum og tillögum á framfæri við rétta aðila innan stjórnkerfisins. Í Ungmennaráði sitja tveir fulltrúar úr hverjum grunnskóla í Hafnarfirði, þrír fulltrúar úr Flensborg, þrír fulltrúar úr Iðnskóla Hafnarfjarðar og þrír fulltrúar úr Húsinu að Staðarbergi 6. Starfsmenn Ungmennaráðs eru tveir og starfa þeir fyrst og fremst sem ráðgjafar og mega ekki hafa áhrif á starf þess.

Ungmennaráð Hafnarfjarðar fundar á tveggja vikna fresti í Húsinu. Fundarstjórn og undirbúningur skiptist á milli meðlima þess þannig að allir fái tækifæri til að stýra og skipuleggja fundi.

Þátttaka ungs fólks er mikilvæg til að bæta aðstæður þess og þjónustu í málefnum eins og skólastarf, tómstundastarf og skipulag nánasta umhverfis. Hægt er að fræðast nánar um starfsemi Ungmennaráðs Hafnarfjarðar hérFlokkar:Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: