Þinn staður okkar umhverfi – Opin vinnustofa um aðalskipulag Hafnarfjarðar

Þessa dagana stendur yfir opin vinnustofa í tengslum við endurskoðun á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2005-2025. Á vinnustofunni má meðal annars skoða uppdrætti af aðalskipulagi Hafnarfjarðarbæjar auk eldri aðal- og deiliskipulagsuppdrátta, ljósmynda, módela og teikninga sem sýna skipulag í einstökum hverfum bæjarins í þeim tilgangi að draga fram einkenni þeirra og sjá hversu ólík hverfin eru og hvernig skipulag þeirra endurspeglar tíðarandann hverju sinni.

Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs

Sigríður Björk Jónsdóttir, bæjarfulltrúi og formaður skipulags- og byggingarráðs

Á vinnustofunni gefst áhugasömum tækifæri til þess að koma hugmyndum sínum á framfæri með þvi að teikna inn á stóran uppdrátt af bænum, en auk að kynna sér skýrslur og rannsóknir sem notaðar eru við skipulagsgerð. Það skal þó tekið fram að sú endurskoðun sem nú á sér stað er í raun ekki heildarendurskoðun eða nýtt aðalskipulag, heldur eru þrír þættir teknir til sérstakrar skoðunar, en það eru: umhverfismál, umferðamál og húsverndun.

Í tengslum við vinnustofuna sem stendur til 28. nóvember, hefur verið sett saman áhugaverð dagskrá sem samanstendur af fyrirlestrum og göngum um bæinn. Næsti fyrirlestur verður fimmtudaginn 21. nóvember kl. 20.00 í Hafnarborg en þá mun Bjarki Jóhannesson, skipulagsstjóri Hafnarfjarðarbæjar, ræða við gesti um gerð aðalskipulags.

Sigríður Björk Jónsdóttir bæjarfulltrúi og formaður Skipulags- og byggingasviðs Hafnarfjarðar segir að “vinnustofan í Hafnarborg er samvinnuverkefni Hafnarborgar og Skipulags- og byggingarsviðs bæjarins og er fyrst og fremst hugsuð sem vettvangur til að ræða málin og fá fólk til að skoða skipulagsmál á ýmsum stigum og frá ólíkum tímum frá nýju sjónarhorni. Íbúar Hafnarfjarðar og aðrir áhugasamir eru hvattir að koma með tillögur og ábendingar- þinn staður er hluti af umhverfi okkar allra”.

Nánar um vinnustofuna og dagskránna má sjá hér

 Flokkar:Hafnfirðingar, Menning, Stjórnmál

%d bloggurum líkar þetta: