Blátunna við hvert hús í ágúst

Í Blátunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði.

Í Blátunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði.


Í lok ágúst mun Hafnarfjarðarbær dreifa bláum flokkunartunnum til allra heimila í Hafnarfirði. Í Blátunnuna á að setja allan pappírsúrgang og er innihaldið selt úr landi til endurvinnslu í pappírsiðnaði. SORPA er móttökuaðili fyrir allann úrgang úr Blátunnunni, og kemur því til endurvinnslu. Pappírinn og pappinn er pressaður í bagga í móttökustöð SORPU í Gufunesi. Þaðan er hann sendur til Svíþjóðar þar sem IL Recycling endurvinnur nýjar vörur úr honum. Hafnarfjarðarbær er þriðja sveitarfélagið á höfuðborgarsvæðinu sem tekur Blátunnuna í gagnið en bæði Mosfellsbær og Kópavogsbær tóku nýlega þetta skref ásamt því að Reykjavíkurborg hefur hafið innleiðingu hennar. Á næstu vikum verða breytingarnar kynntar fyrir bæjarbúum og þær lausnir sem ætlunin er að bjóða uppá og miða að því að auðvelda íbúum bæjarins þátttöku í þessu mikilvæga umhverfisverkefni, m.a. sérstakar lausnir fyrir fjölbýlishús.Flokkar:Uncategorized

%d bloggurum líkar þetta: